Kristjan Viðar Haraldsson

Brennan heilari og ráðgjafi Panta tíma

Besta gjöfin

Tími þinn er dýrmætur. Þú veist ekki hversu lengi þú lifir. Eyddu tíma þínum með þeim sem skipta þig mestu máli.

read more

Jákvæð hugsun að morgni

Hér er smá morgun-ráð hand þér. Þegar þú vaknar og opnar augun að morgni skaltu loka þeim aftur í smá stund. Dragðu djúpt andann nokkrum sinnum og þakkaðu fyrir daginn sem er framundan. Þessu næst skaltu þakka fyrir þá sem þér þykir vænt um og hugsanlega eitthvað...

read more

Markmið og áætlanir

Það er gott, og sumir segja jafnvel nauðsynlegt að setja sér góð markmið, en hversu mörg góð markmið höfum þú, ég og margir aðrir sett okkur sem hafa aldrei orðið að veruleika. Stundum var það vegna þess markmiðið var ekki raunhæft eða við höfðum aldrei raunverulegan...

read more

Núna er rétti tíminn til að stökkva

Í rauninni er það þannig að eini tíminn sem við höfum er núna. Gærdagurinn er farinn og morgundagurinn er ekki kominn ennþá. Samt er það þannig að það sem við gerum í dag stýrir því hvað við getum gert á morgun. Hættu að bíða endalaust. Gerðu það núna sem þú ert...

read more

„Að fara til Kristjáns Viðars er eins og að eignast fjársjóðskort og góðan áttavita til að leita að eigin fjársjóði. Á áfangastað bíður síðan lykill og olíukanna ef skráin skyldi vera orðin ryðguð.“

Birna G. Konráðsdóttir

FRÉTTABRÉF

„Þegar ég hitti Kristján Viðar í fyrsta skipti þá var ég að rísa upp úr andlegu áfalli og ofsakvíða, var komin vel af stað í bata en átti enn langt í land. Vinkona mín hafði mælt með honum og sagt að ég bara yrði að fara til hans. Ég gleymi seint fyrsta tímanum, ég steig nærri endurfædd út úr honum. Kristján hlustar án þess að dæma og gefur síðan nýja sýn. Hann kemur fram af virðingu og mildi.  Að fara á bekkinn hjá honum er eins og að skreppa til himnaríkis. Ég fór strax að styrkjast á sál og líkama. Varð alltaf sterkari og sterkari eftir hvern tíma. Í dag er ég sterkari en nokkru sinni fyrr. Ég hef ögrað sjálfri mér með því að takast á við ný verkefni sem mér hefði aldrei dottið í hug að ég ætti efitir að framkvæma. Ég hef náð betra sambandi við sjálfa mig og öðlast sátt við sjálfa mig og almættið. Ég mæli hiklaust með því að fara í heilun hjá Kristjáni.“

Þorbjörg Bjarnadóttir

„Eftir erfiða tíma í mínu lífi leitaði ég mér aðstoðar hjá Kristjáni Viðari. Strax eftir fyrsta tíma fór ég að taka eftir jákvæðum breytingum. Nú hef ég mætt til hans í nokkur skipti og er greinilega mun orkumeiri og lífsvilji minn og bjartsýni hafa aukist mikið. Ég hef líka tekið eftir því að þyngsli fyrir brjósti eru mun minni.“

Sveinbjörn R. Auðunsson