Aðstoð, trúnaður, hlýja og traust.
Ef þú gerir ekkert, breytist ekkert.

Er ekki kominn tími á breytingar?

Þjáist þú af vanlíðan, kvíða, orkuleysi og lélegri sjálfsmynd? Áttu erfitt með að setja skýr mörk og lætur þarfir annara ganga fyrir? Finnst þér þú vera fastur eða föst í sama farinu? Kemur þetta í veg fyrir að þú náir að lifa því lífi sem þig langar?

Langar þig að komast upp úr því fari sem þú ert í núna og gera hlutina með öðrum hætti? Ef svarið er já, er góður möguleiki á því að þú sért á réttum stað.

Bókaðu ókeypis tíma í “Stöðumat og framtíðarsýn” þar sem við skoðum hvað er að trufla þig og hvernig hægt er að gera varanlegar breytingar á lífi þínu og líðan.

Það er hægt að finna til meira öryggis, auka sjálfstraust sitt og upplifa meiri orku í daglegu amstri. En til þess að breyta lífi sínu þarf vilja og hugrekki til að líta inn á við. Allar breytingar taka tíma og kosta skuldbindingu og vinnu.

Tíminn tekur rúma klukkustund og fer fram í Bolholti 4, 4. hæð til vinstri. Það er engin skuldbinding fólgin í því að bóka tíma nema auðvitað að mæta. Ef við náum vel saman mun ég deila með þér upplýsingum um það hvernig ég get aðstoðað þig við að ná markmiðum þínum.

Bókaðu tíma hér fyrir neðan í “Stöðumat og framtíðarsýn”.

Hleð inn ...

Ég hef lokað í bili fyrir bókanir í “Stöðumat og framtíðarsýn”. Allt fullt eins og er. Ef þú þarft að ná sambandi við mig og eða vilt komast á biðlista skaltu smella á umslagið neðst til hægri á síðunni og senda mér skilaboð.

Hvað segja þau sem hafa prófað

  • Ég fór að vinna með Kristjáni til þess að stilla mig af, finna sjálfa mig upp á nýtt og vinna í meðvirkni og áföllum.Áður hafði ég prófað sitt lítið af hverju, dáleiðslu, heilun og sálfræðing. Skilaði allt einhverjum árangri, en ekki varanlegum. Í dag er ég farin að leyfa mér að finna fyrir tilfinningunum mínum og gefa þeim pláss í stað þess að grafa þær niður og keyra áfram. Ég stunda þakklæti á hverjum degi og er farin að setja meira traust út í lífið vitandi það að ég get ekki stjórnað neinu nema mínum eigin viðbrögðum. Ég er betur í stakk búin til þess að taka á þeim vandamálum sem koma upp og það hefur gert það að verkum að það er meiri ró yfir sjálfri mér og fjölskyldunni heldur en nokkurn tíman áður. Ég þekki sjálfa mig betur og gef mér meira rými. Á heildina litið myndi ég telja að ég sé bjartsýnni á lífið og farin að setja öðrum heilbrigðari mörk. Kristján hefur einstaklega góða nærveru og er annt um velferð skjólstæðinga sinna. Hann hefur góða eftirfylgni sem ég tel vera gríðarlega mikilvæga í hnitmiðaðri sjálfsvinnu. Hann mætir fólki á þeim stað sem það er og hjálpar þeim að fá aðra sýn á sjálft sig og aðstæður sínar með þeim verkfærum sem hann hefur í kassanum hjá sér. Ég get mælt með Kristjáni við alla þá sem eru tilbúnir að taka skref í átt að bættri líðan. Takk fyrir mig og samveruna Kristján, þú hefur sjaldgæfa gjöf í þinni vinnu og ég er viss um að hún kemur til með að hafa meiri áhrif en þig grunar í margfeldinu.

    Þóra Isaksen
  • Ég leitaði til kristjáns vegna andlegra veikinda sem voru búin að hrjá mig frá unglingsárum. Ég var einnig í erfiðum fjölskylduaðstæðum og átti erfitt með að fóta mig almennt í lífinu. Ég varmeð mikinn kvíða og ótta daglega og hafði mjög lágt sjálfsmat. Ég hafði farið í meðferð við áfengisvanda og meðferð á geðsviðinu á Reykjalundi. Einnig til sálfræðinga, geðhjúkrunarfræðinga og geðlækna. Ég hafði líka prófað atferlismeðferð hjá geðdeild og farið á námskeið í hugleiðslu. Ég hef náð að takast betur á við lífið. Lært að lifa í hjartanu og hafa trú á sjálfum mér. Vinnan sem ég hef unnið með Kristjáni hefur þroskað mig það mikið að ég þekki varla manninn sem ég var. Þakklætið sem ég upplifi daglega og verkfærin sem ég hef til að tækla hindranir sem verða í mínum vegi eru ómetanleg. Það hefur margt gerst í lífi mínu bæði gott og slæmt á þeim tíma sem ég hef unnið með Kristjáni.  Að leita til hans hefur verið ein af bestu ákvörðunum í lífi mínu. Svo mikilvægt að fá þennan stuðning til að  læra á sjálfan mig á meðan ég hef verið að takast á við erfiða hluti. Í dag hef ég töluvert meiri orku og gleði. Ég sé tækifærin á ótrúlegustu stöðum. Mér gengur afskaplega vel í samskiptum við sjálfan mig og fjölskylduna. Kvíðinn og óttinn koma sjaldnar upp og þegar það gerist veit ég hvernig ég á að díla við það. Kristján er einstaklega hæfileikaríkur í því að lesa mann og sjá ljósið manns. Ég hef ekki hitt neinn með hans nálgun áður. Hans meðferð hefur komið mér lengst áfram af öllu því sem ég hef reynt. Það er einstakt að tala við hann og vinna saman í lausn og betri líðan Ég vil þakka Kristjáni fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir mig og gerir enn.

    Sigurjón Sverrir Ingibjargarson
  • Ég var búin að frétta af Kristjáni hjá vinkonu sem var svo ánægð með námskeiðið, fann þá strax að það myndi henta mér líka 🙂 Hef sótt margskonar námskeið og meðferðir í gegnum tíðina en þetta var á einhverjum öðrum leveli, útpælt og verkefni sem virkuðu. Heilun hefur skilað góðum árangri fyrir mig en sálfræðimeðferð litlum. Þessi vinna hefur gefið mér aukna meðvitund í daglegu lífi, meiri gleði, meiri kærleik og þakklæti sem hefur heldur betur skilað sér í margskonar ávinningi 🙂 Til dæmis meiri lífsánægja, öryggi, jákvæðni, aukin orka, meðvitaðri samskipti , þakklæti og tilhlökkun fyrir því sem koma skal 🙂 Hann hefur þróað meðferð sem virkar fyrir þá sem eru tilbúnir að vinna í sér. Hann er opinn og hress, gefur mikið af sér í vinnunni og er frábær heilari. Takk fyrir mig, þetta var mjög þroskandi og lærdómsríkt, þúertalvegmeðetta 🙂

    Helga Björk Bjarnadóttir
  • Ég leitaði til Kristjáns því ég var að glíma við andleg vandamál og áföll frá æsku. Ég hafði farið til nokkurra sálfræðinga án árangurs. Kristján hefur fært mér mikilvæg verkfæri sem hjálpa mér að sjá lífið í nýju og betra ljósi. Líðan mín hefur breyst til hins betra eftir að hafa unnið með honum. Hann sýndi mér leiðir til að bæta líf mitt og líðan til hins betra og verð ég honum ævinlega þakklát fyrir það. Eftir að hafa farið til nokkurra sálfræðinga án árangurs þá taldi ég að ekkert væri hægt að gera fyrir mig. Svo heyrði ég af Kristjáni og ákvað að gera eina tilraun enn í að reyna að fá aðstoð. Kristján hefur svo sannarlega aðstoðað mig gríðarlega mikið, hefur mjög mikla þekkingu á sínu sviði og mikill fagmaður. Hans þekking hefur hjálpað mér meira en nokkur önnur aðstoð sem ég hef leitað eftir. Mig langar að þakka þér kærlega fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, með þinni aðstoð er framtíðin orðin björt og mun ég verða þér ævinlega þakklát.

    Heiða Kristín Helgadóttir
  • Þegar ég leitaði mér aðstoðar hjá Kristjáni átti í bæði í andlegum og samskiptalegum erfiðleikum. Ég hafði áður leitað til sálfræðings en fannst það ekki gera nóg fyrir mig. Í dag finnst mér ég vera miklu meira ég aftur. Ég er tengdari sjálfri mér og get unnið betur úr erfiðum aðstæðum. Auk þess hef ég meiri orku og bjartsýni og er betri í samskiptum. Ég get mælt með Kristjáni því hann hjálpaði mér mikið með sjálfa mig. Ég var á slæmum stað en er á frábærum stað núna.

    Berglind Anna Holgeirsdóttir
  • Ég var að glíma við bæði andleg og líkamleg vandamál og því leitaði ég mér aðstoðar hjá Kristjáni. Áður hafði ég prófað margt, eins og þjónustu sálfræðinga og lækna. Tímarnir hjá Kristjáni gerðu mér gott og hann náði að fá mig til að slaka á og sjá hlutina í nýju ljósi. Eftir tímana og þá sérstaklega eftir að fara á bekkinn öðlaðist ég miklu meiri orku og bjartsýni. Ég mæli með honum þar sem hann kann sitt fag og er með hæfileika sem fáir hafa. Þessi vinna bjargaði mér og ég væri ekki á góðum stað í dag ef ég hefði ekki ákveðið að fara til Kristjáns. Hann hjálpaði mér að finna gleðina og tilgang lífsins upp á nýtt! Svo er hann svo skemmtilegur maður.

    Aðalheiður Kristjánsdóttir

Bókaðu tíma hér fyrir neðan í “Stöðumat og framtíðarsýn”.

Hleð inn ...

Margra ára reynsla!

Kristján Haraldsson er með Bachelor gráðu í sálarfræði frá Háskóla Íslands.
Eftir það kláraði hann fjögurra ára nám í Barbara Brennan School of Healing með diploma og bachelor gráðu vorið 2008.
Kristján hefur unnið sem Heilari og Ráðgjafi undanfarin fimmtán ár við góðan orðstír.
Hann hefur líka tekið ýmis námskeið í þjálfun og hefur yfir 30 ára reynslu sem íþróttaþjálfari. Kristján sérhæfir sig í því að aðstoða þá sem hafa neikvæða sjálfsmynd, eru að glíma við kvíða og langar að fá meira út úr lífinu.
Hann er með aðstöðu í Bolholti 4, í Reykjavík.

Forsíða

Vertu með!

Skráðu þig á listann og fáðu sendar upplýsingar og innblástur.

Okkar hlutverk

Er við komum hingað til jarðar erum við öll svona eins og litlir neistar eða ljós. Öll ljósin falleg líkt og stjörnurnar á næturhimninum.  Það er ekki okkar hlutverk að bera okkar ljós saman við önnur ljós. Okkar hlutverk er að passa að okkar ljós lýsi sem skærast svo að heimurinn missi ekki af því sem við höfum fram að færa.

Hafðu samband!

Hafðu samband

Sendu mér skilaboð og ég hef samband við fyrsta tækiæri