Algengar spurningar

Í hvernig klæðnaði er best að mæta í tíma?

Ég mæli með því að þú komir í þægilegum léttum klæðnaði sem þér líður vel í.

Hvað þarf ég að mæta í marga tíma?

Þú ræður algerlega hversu oft þú kemur. Sumir hafa verið hjá mér í nokkur ár meðan aðrir koma í einn til tvo tíma. Það fer algerlega eftir því hvað þér finnst þú fá út úr því að koma. Algengast er að einstaklingar komi í 3 -5 tíma.

Hvað er hæfilegt að það líði langur tími á milli tíma?

Þú ræður því hversu langt líður á milli tíma. Venjulega er þó ekki æskilegt að það sé ekki minna en tveir dagar þar sem áhrifin af hverjum tíma vara í nokkra sólarhringa. Eins er ekki æskilegt að það líði of langur tími á milli til að byrja með. Algengast er að það líði um vika á milli fyrstu tímana en svo lengist tíminn á milli hægt og rólega.

Hvernig líður manni eftir Brennan heilunartíma?

Það er mjög einstaklings bundið hvernig fólki líður eftir tíma. Flestum líður ákaflega vel. Sumir verða viðkvæmir og þurfa að fara vel með sig. Það fer eftir því hvað er í gangi hjá hverjum og einum. Ef þér líður á einhvern hátt illa eftir tíma skalt þú endilega láta mig vita.

Get ég treyst því að það sem komi fram í tíma fari ekki lengra?

Allt sem okkur fer á milli er trúnaðarmál. Ég ræði samt í einstaka tilvikum skjólstæðinga mína, án þess að gefa upp nöfn, við faglegan umsjónarmann minn eða aðra kollega til þess að hjálpa til við minn persónulega og starfslega þroska svo ég geti veitt skjólstæðingum mínum sem besta þjónustu.