Brennan heilun er vandlega úthugsað og margreynt orkuheilunarkerfi. Það er ennþá í þróun þar sem þekking og reynsla er sífellt að aukast. Stöðugt er verið að gera rannsóknir og skoða hina ýmsu þætti orkukerfi mannsins og tengsl þess við umhverfið. Barbara Ann Brennan er stofnandi skólans sem nú hefur starfað í 36 ár. Hún er eðlisfræðingur og fyrsta konan til að vinna fyrir hendur ljóssinsGeimferðastofnun Bandaríkjanna NASA. Barbara er doktor í Heimspeki og trúarbragðafræði. Hún útskrifaðist líka frá The Institute of Core Energetics og svo er hún Senior Pathwork® Helper. Barbara hefur skrifað tvær metsölubækur Hands of Light og Light Emerging sem eru viðurkennd grunnrit í heimi óhefðbundinna aðferða til að hjálpa fólki til betri heilsu. Báðar bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Hands of light hefur verið þýdd á íslensku og heitir Hendur ljóssins. Barbara Brennan School of Healing var stofnaður 1982 og hefur útskrifað yfir 3000 heilara frá yfir 50 löndum. Skólinn er í dag staðsettur á tveimur stöðum í heiminum. Í Florida eru höfuðstöðvar skólans en svo er hann líka starfandi í Oxford í Englandi. Það tekur 4 ár að læra Brennan Heilun og er aðeins hægt að læra hana í þessum skólum Barböru. Námið er viðurkennt háskólanám og í Flórída í Bandaríkjunum þar sem skólin er búin að starfa lengst er hægt að útskrifast með Bachelor of Schience gráðu auk hefðbundinnar diploma gráðu. Auk þess er hægt að taka 3 ár í viðbót til þess að öðlast kennararéttindi við Skólann. Það er mjög auðvelt að hafa áhrif á orkusvið annarra. Við gerum það öll á hverjum degi í okkar daglegu samskiptum. Fagkunnátta felst að miklu leiti í því að hafa góða stjórn á eigin orkukerfi sem og að hafa góða stjórn á heilunartækni til þess að vinna með kúnnum. Heilari þarf að þekkja og skilja grundavallaratriði og lögmál orkusviðsins, líffæra og lífeðlisfræði, hvernig maður getur stjórnað og haft áhrif á eigið orkusvið og haft samskipti við aðra á heilandi hátt. Brennan heilun er samofið kerfi heilunartækni, eigin heilunar og persónulegs þroska. Í dag eru 7 Íslendingar útskrifaðir sem Brennan heilarar. Hér fyrir neðan er hlekkur á heimasíðu skólans og myndbönd um skólann og Brennan heilun: http://www.barbarabrennan.com/

Ég var búin að vera ofboðslega þreytt og orkulaus lengi í kjölfar veikinda. Þegar eiginmaður minn greindist með sjúkdóm líka þá var mér allri lokið. Eftir að ég rakst á auglýsingu fór ég á fyrirlesturinn Hvað er heilun sem Kristján flutti. Síðan hef ég farið til hans nokkrum sinnum, fyrst frekar þétt en seinna sjaldnar og ég er allt önnur manneskja. Kristján er alveg óskaplega hlý manneskja sem gott er að tala við um allan tilfinningaskalann. Honum hefur tekist að hjálpa mér að horfast í augu við ýmislegt í mínu lífi sem ég hafði ekki tekist á við heldur ýtt til hliðar. Ég komst að því að óuppgerðar tifinningar geta hlaðist upp og gert manni óleik. Eftir tíma hjá Kristjáni er ég yfirleitt full af orku og innri ró. Ég get hiklaust mælt með honum því líf mitt hefur tekið miklum breytingum til hins betra frá því ég hitti hann fyrst

 

Sigrún Birgisdóttir

Verslun