Brennan námskeið.

1. stig.

 

Ert þú að leita að auknum skilningi og meiri frið og ró í sálinni? 

Finnst þér þú vera fastur/föst í sama farinu?

Finnur þú fyrir vonleysi og þreytu?

 

 

 

Ef svarið við einhverri af þessum spurningum er já! 

Þá er góður möguleiki að þetta námskeið sé einmitt fyrir þig.

Næsta námskeið í Reykjavík 

verður helgina 9-10 nóvember.

C

Fræðsla

Við skoðum grunn atriði orkukerfis mannsins, 4 víddir mannlegrar reynslu og varnarhættina fimm.

C

Verklegar æfingar

Jarðtenging og fleiri æfingar til þess að öðlast betri skilning á orkukerfi líkamans.

C

Innri vinna (Process)

Umfjöllunarefni námskeiðsins geta hreyft við tilfinningum og veitt þátttakendum nýja sýn á atburði í nútíð eða fortíð. Svoleiðis vinna leiðir jafnan til aukins skilnings.

Ég er menntaður sem Brennan Healing Science Practitioners frá Barbara Brennan School of Healing sem er einn elsti og virtasti heilunarskóli heims. Ég hef unnið sem Brennan heilari og ráðgjafi í 9 ár við góðan orðstír. Auk þess er ég með Bachelor gráðu í sálarfræði frá Háskóla Íslands og margra ára reynslu sem íþróttaþjálfari. Þetta námskeið byggir á Þekkingu minni á sálfræði, Brennan heilun og þeim kerfum sem við vinnum eftir sem og reynslu minni í gegnum árin sem heilari, kennari og þjálfari. Ég hef haldið um 20 svona námskeið á undaförnum árum og hafa þau mælst ákaflega vel fyrir.

Fólk sem hefur klárað þetta námskeið hefur lýst eftirfarandi áhrifum.

 • Aukin meðvitund um líkamlega og tilfinningalega líðan.
 • Dýpri skilningur á því hvernig það og aðrir í kringum það nota orku sína og hvernig hægt er að nota hana á betri og meira uppbyggjandi hátt.
 • Meiri sátt við sig og sitt hlutskipti í lífinu.
 • Meiri orku og drifkraft til að framkvæma það sem það langar að gera í lífinu.
 • Aukin nánd við sjálfa sig og sína nánustu.
 • Meira frelsi og friður í sálinni.

Á námskeiðinu skoðum við:

 • Helstu þætti sem hafa áhrif á orkukerfi mannsins, og tengsl þess við tilfinningar, hugsanir og meðvitund.
 • Hvernig ótti og aðrar ómeðvitaðar tilfinningar stýra oft lífi okkar meira en við almennt gerum okkur grein fyrir.
 • hvað er hægt að gera til þess að öðlast meiri innri frið og frelsi.
 • Jarðtengingu og áhrif hennar.
 • Orkukerfið og orkuvitund.

Dagskrá

Tími 1. Laugardagur 9. nóv. kl.09.30-12.00. Jarðtenging, 4 víddir mannlegrar reynslu. Hlé. Orkukerfið, 7 lög árunnar.

Tími 2. Laugardagur 9. nóv. kl.13.00-15.30. Varnarhættir, fyrsta sagan (scizhoid). Hlé. Önnur sagan (oral).

Tími 3. Sunnudagur 10. nóv. kl.09.30-12.00. Varnarhættir, þriðja sagan (psychopathic). Hlé. Fjórða sagan (masochistic).

Tími 4. Sunnudagur 10. nóv. kl.13.00-15.30. Varnarhættir, fimmta sagan (Rigid). Hlé. Personal development skill (Intention).

 

Lesefni

Æskilegt lesefni (ekki nauðsynlegt). Hands of light, Barbara Brennan (Hendur ljóssins á íslensku) til á mörgum bókasöfnum. hendur ljóssinsLight emerging, Barbara Brennan.

Þátttakendur á námskeiðinu fá samantekt um efni námskeiðsins í fyrsta tíma.

Allt sem fram fer á fundum er bundið trúnaði.

Hvað segja þau sem hafa prófað?

 

“Ég vissi ekki alveg hvað ég var að fara útí þegar ég skráði mig á Brennan námskeið hjá Kristjáni. Það tók mig dágóðan tíma að treysta og meðtaka, en þegar sá sigur var unninn, fóru hlutirnir að gerast. Þessi hópvinna hjálpaði mér að vinna með erfiðar tilfinningar sem lágu djúpt innra með mér og ollu mér sálrænum og líkamlegum kvillum sem til þessa höfðu verið mér til trafala í lífinu. Þannig tókst mér að stíga út fyrir þægindarammann, að treysta öðrum, hlusta á líkamann og átta mig á að ekki er allt sem sýnist. Þessi vinna var mjög áhrifarík. Ég hef náð betri sambandi við kjarnann í sjálfri mér sem hefur stuðlað að betra lífi fyrir mig.”

Vigdís Heiðrún

 

“Námskeiðin hjá Kristjáni heilara eru frábær. Hann hefur ótrúlega fallega og góða nærveru . Ég fékk mikið út úr þeim námskeiðum sem ég sótti. Þau eru lykillinn að lífinu og tilverunni. Kristján sýnir þér leiðina inn á við og leiðir þig áfram af einstakri nærgætni og þú opnast eins og blóm og heilunin þín hefst.”

Þorsteinn Lýðsson

 

Verð

Námskeiðið kostar 46.000 krónur.

Greiða þarf 6.000 krónur í staðfestingargjald við skráningu.

 

 

 

Skráðu þig hér á námskeiðið í Reykjavík helgina 9-10 nóvember.

Hleð inn ...

Tími og staðsetning

Námskeiðið fer fram í Bolholti 4. hæð. Það er 4 skipti, 150 mínútur í senn. Námskeiðið verður helgina 9-10 nóvember 2019.

 

 

Algengar spurningar

Getur hver sem er tekið þátt í námskeiðinu?

Allir sem hafa náð lögaldri og eru í sæmilegu andlegu jafnvægi. Ef þig langar að taka þátt en hefur átt við andleg veikindi að stríða eða ert á lyfjum vegna andlegra veikinda er ekki víst að þú getir tekið þátt. Best er að þú hafir samband við mig beint og við skoðum málið.

Hvað eru margir á hverju námskeiði?

Ekki færri en fjórir og ekki fleiri en níu.

Þarf maður að tala og opna sig til þess að taka þátt í námskeiðinu?

Enginn þarf að gera neitt sem hann ekki vill á námskeiðinu. Til þess að fá sem mest út úr námskeiðinu er best að vera opin/n og óttast ekki að tjá tilfinningar sínar en engir tveir eru eins og ég virði það. Allt sem fram fer á þessu námskeiði er bundið trúnaði.

Get ég fengið endurgreitt ef ég hætti við?

Ef þér finnst þetta námskeið ekki henta þér, skalt þú láta mig vita hið fyrsta. Ef þú villt hætta eftir fyrsta tíma, greiði ég þér að fullu til baka. Ef þú hættir seinna getum við skoðað hvort þú takið það út í einkatímum hjá mér.

Hvernig fer námskeiðið fram?

Það er aðeins misjafnt eftir tímum. Sumir tímar (aðallega tveir fyrstu) eru meira verklegir en aðrir. Við byrjum þó venjulega á kyrrðarstund og sameiginlegri jarðtengingu sem ég leiði. Setið er í hring á meðan á kennslunni stendur. Í lok hvers tíma er svo smá hugvekja eða nokkur orð (stundum ljóð) sem við tökum svo með okkur út í kvöldið.

Ef þú hefur áhuga á því að fá meiri upplýsingar skaltu