Meðmæli

“Þegar ég ákvað að fara í heilun til Kristjáns var ég ekki með neitt sérstakt í huga nema ég hafði verið frekar orkulaus og langaði að bæta orkuflæðið hjá mér. Það lagaðist svo sannarlega plús það að heyrnin mín sem hafði verið að versna varð mun betri. Hæfni mín til þess að halda athygli jókst líka verulega en það hafði verið ákveðið vandamál hjá mér. Ég er þakklát og glöð.”

Íris Aðalsteinsdóttir

 

“Ég var búin að finna fyrir mikilli depurð og kvíða í nokkurn tíma. Þegar ég hitti Kristján fékk ég mörg verkfæri til að hjálpa mér við að kljást við kvíðan. Eftir aðeins nokkra tíma fór að draga mikið úr kvíðanum og depurðinni.”

Ebba Ósk Jóhannsdóttir

 

“Eftir erfiða tíma í mínu lífi leitaði ég mér aðstoðar hjá Kristjáni Viðari. Strax eftir fyrsta tíma fór ég að taka eftir jákvæðum breytingum. Nú hef ég mætt til hans í nokkur skipti og er greinilega mun orkumeiri og lífsvilji minn og bjartsýni hafa aukist mikið. Ég hef líka tekið eftir því að þyngsli fyrir brjósti eru mun minni.”

Sveinbjörn R. Auðunsson

 

“Ég fór til Kristjáns fyrst af því að ég heyrði vinkonu tala um hvað hann væri að hjálpa henni mikið.  Fór í raun til hans fyrir forvitnis sakir, til að athuga hvað hann gæti e.t.v. gert fyrir mig.  Með engar beinar væntingar og mikla forvitni að leiðarljósi þá hefur mér líkað svo vel að núna ári seinna er ég enn að mæta og vinna með sjálfa mig.  Kristján hefur hjálpað mér að fletta hverju laginu af öðru af og í ljós er að koma mun heilsteyptari manneskja sem skilur sjálfa sig betur.  Ég hlakka til hvers tíma, veit oft ekki hvað ég er að fara að ræða þegar ég kem í tímann en er samt aldrei uppiskroppa með umræðuefni!!!  Ég er í betra jafnvægi, á betri samskipti við fólk í kringum mig og er ánægð með að vera farin að finna á ný fyrir mismunandi tilfinningum en áður var ég orðin frekar dofin!  Kristján hefur hjálpað mér að skilja lífið betur og það er alltaf gott að leggjast á bekkinn og koma endurnærð út aftur.”

Kolbrún Rakel Helgadóttir

 

“Að fara til Kristjáns Viðars er eins og að eignast fjársjóðskort og góðan áttavita til að leita að eigin fjársjóði. Á áfangastað bíður síðan lykill og olíukanna ef skráin skyldi vera orðin ryðguð. ”

Birna G. Konráðsdóttir

 

“Ég hafði þjáðst lengi af kvíða og fótkulda. Eftir einn tíma hjá Kristjáni hefur dregið verulega úr kvíðanum og hnúturinn sem ég hafði verið með í maganum lengi minnkaði mikið og hvarf alveg um tíma. Fótkuldinn er farinn og ég er allur heitari í skrokknum og mýkri.”

Valþór Þráinsson

 

“Þegar ég kom til Kristjáns í fyrsta heilunartímann þá hafði ég ekki hugmynd um við hverju ég átti að búast. Ég hélt ég myndi bara leggjast á bekkinn og svo færi fram eitthvað óskilgreint sem myndi mögulega skilja eitthvað eftir sig en mögulega ekki. Þegar ég gekk þaðan út leið mér eins og ég hefði verið tekin ofan af gömlu hillunni minni þar sem ég hafði dvalið í tugi ára og safnað ryki, nú orðin hrein, viðgerð og komin með nýjan gljáa. Auðvitað kom hann mér fyrir aftur í hillunni, annað hefði verið óábyrgt, en nú á nýjum stað með svo stórkostlegt útsýni að annað eins hafði ég ekki upplifað fyrr. Ég hlakkaði til að koma aftur, sem ég og gerði og í hvert sinn sem ég fer í heilun líður mér eins, dustuð, hreinsuð, til í að takast á við lífið, verkjalaus og brosandi. Verkir eru sjaldgæfir núna og staldra sjaldnast lengi við. Ég mæli almennt með Kristjáni í öðru hverju orði en þó aðallega með því að sýna í lífi mínu hvernig hann hefur hjálpað mér að breyta því og bæta. Að breyta hugarfari er ekki öllum gefið en Kristján gerði það og á ég honum mikið að þakka.”

Sigrún Birgisdóttir

 

“Ég var búin að vera ofboðslega þreytt og orkulaus lengi í kjölfar veikinda. Þegar eiginmaður minn greindist með sjúkdóm líka þá var mér allri lokið. Eftir að ég rakst á auglýsingu fór ég á fyrirlesturinn Hvað er heilun sem Kristján flutti. Síðan hef ég farið til hans nokkrum sinnum, fyrst frekar þétt en seinna sjaldnar og ég er allt önnur manneskja. Kristján er alveg óskaplega hlý manneskja sem gott er að tala við um allan tilfinningaskalann. Honum hefur tekist að hjálpa mér að horfast í augu við ýmislegt í mínu lífi sem ég hafði ekki tekist á við heldur ýtt til hliðar. Ég komst að því að óuppgerðar tifinningar geta hlaðist upp og gert manni óleik. Eftir tíma hjá Kristjáni er ég yfirleitt full af orku og innri ró. Ég get hiklaust mælt með honum því líf mitt hefur tekið miklum breytingum til hins betra frá því ég hitti hann fyrst.”

Aðalbjörg J. Jóhannesdóttir

 

“Þegar ég hitti Kristján Viðar í fyrsta skipti þá var ég að rísa upp úr andlegu áfalli og ofsakvíða, var komin vel af stað í bata en átti enn langt í land. Vinkona mín hafði mælt með honum og sagt að ég bara yrði að fara til hans.

Ég gleymi seint fyrsta tímanum, ég steig nærri endurfædd út úr honum. Kristján hlustar án þess að dæma og gefur síðan nýja sýn. Hann kemur fram af virðingu og mildi.  Að fara á bekkinn hjá honum er eins og að skreppa til himnaríkis. Ég fór strax að styrkjast á sál og líkama. Varð alltaf sterkari og sterkari eftir hvern tíma. Í dag er ég sterkari en nokkru sinni fyrr. Ég hef ögrað sjálfri mér með því að takast á við ný verkefni sem mér hefði aldrei dottið í hug að ég ætti efitir að framkvæma. Ég hef náð betra sambandi við sjálfa mig og öðlast sátt við sjálfa mig og almættið. Ég mæli hiklaust með því að fara í heilun hjá Kristjáni.”

Þorbjörg Bjarnadóttir