Brennan námskeið

Undanfarin ár hef ég haldið Brennan námskeið sem byggjast á þeirri menntun, þekkingu og reynslu sem ég hef aflað mér sem Brennan heilari og ráðgjafi. Á þessum námskeiðum skoðum við helstu þætti sem hafa áhrif á orkukerfi mannsins, og tengsl þess við tilfinningar, hugsanir og meðvitund. Við kíkjum á hvernig ótti og aðrar ómeðvitaðar tilfinningar stýra oft lífi okkar meira en við almennt gerum okkur grein fyrir og hvað er hægt að gera til þess að öðlast meiri innri frið og frelsi.

Hvert námskeið samanstendur af 5 til 9 einstaklingum sem hittast einu sinni í viku í 4 skipti. Ég býð upp á tvö námskeið, Brennan fyrsta og annað stig.

Ekki er hægt að taka þátt í námskeiði 2 nema klára númer 1 fyrst. Til þess að vera viss um að missa ekki af næsta námskeiði er best að skrá sig á póstlistann hér til hægri til þess að fá sent fréttabréf eða hafa samband strax hér.

Önnur námskeið

Í gegnum árin hef ég reglulega flutt inn erlenda fyrirlesara og námskeiðshaldara til þess að standa fyrir fyrirlestrum og námskeiðum hér í Reykjavík. Sem dæmi um þetta eru Jack Canfield (Chicken soup for the soul og The Secret) 2008, Priscilla Bright (fyrrum skólastjóri Barbara Brennan School og Healing) 2012 og nú síðast Roland Berard í september 2014 með frábært námskeið í Hakomi og Healing Precense. Vonandi verður hægt að fá einhvað af þessu frábæra fólki aftur hingað á klakann.

Ég mun að sjálfsögðu halda áfram að standa í því að flytja inn fleira gott fólk sem hefur eitthvað gott fram að færa. Best að fylgjast með þessu með því að skrá sig á póstlistann.

Námskeið í sjálfstyrkingu

Ég er að vinna að því að bjóða upp á námskeið í sjálfstyrkingu. Ég hef tekið eftir því að mjög margir þeir einstaklingar sem koma í tíma til mín í Brennan heilun eru að glíma við lélegt sjálfsmat og neikvæða sjálfsímynd.

Með því að blanda saman þekkingu minni á þjálfun, íþróttasálfræði og Brennan heilun tel ég mig geta sett saman öflugt námskeið í sjálfstyrkingu.

Tímasetningin á þessu námskeiði verður betur auglýst síðar. Til þess að vera alveg viss um að missa ekki af námskeiðinu er best að skrá sig á póstlistann til þess að fá fréttabréfið frá mér.

Fyrirlestrar

Hvað er heilun?

Í þessum fyrirlestri fjalla ég um  uppbyggingu orkukerfis mannsins
og hvernig við getum haft áhrif á það á meðvitaðan hátt. Ég nota tónlist og æfingar til þess að hjálpa viðstöddum að lesa og skynja eigið orkukerfi.  Flestir leita að andlegu og/eða líkamlegu jafnvægi, á einhvern hátt og reyni ég að varpa ljósi á það hvernig heilun getur hjálpað fólki til þess. Eins velti ég fyrir mér spurningum eins og: Hver eru tengslin milli sálrænna, líkamlegra og orkulegra þátta og hvernig getur sú þekking hjálpað þér til að líða betur? Af hverju finnst okkur við vera að lenda í sömu vandamálunum og aðstæðum aftur og aftur? Af hverju heilun? Hvað fór úrskeiðis? Af hverju erum við ekki heil? Ekki get ég fullyrt að ég hafi endanleg svör við þessum stóru spurningum en ég viðra nokkrar hugmyndir sem sumum finnast sennilega áhugaverðar. Fyrirlesturinn byggir alfarið á þeirri menntun/þjálfun sem ég hef hlotið og þeirri reynslu sem ég hef aflað mér sem Brennan heilari.

Til að panta hjá mér fyrilestur er best að hafa samband hér.

Ég vissi ekki alveg hvað ég var að fara útí þegar ég skráði mig á Brennan fræðslufundi hjá Kristjáni. Það tók mig dágóðan tíma að treysta og meðtaka, en þegar sá sigur var unninn, fóru hlutirnir að gerast. Þessi hópvinna hjálpaði mér að vinna með erfiðar tilfinningar sem lágu djúpt innra með mér og ollu mér sálrænum og líkamlegum kvillum sem til þessa höfðu verið mér til trafala í lífinu. Þannig tókst mér að stíga út fyrir þægindarammann, að treysta öðrum, hlusta á líkamann og átta mig á að ekki er allt sem sýnist. Þessi vinna var mjög áhrifarík. Ég hef náð betri sambandi við kjarnann í sjálfri mér sem hefur stuðlað að betra lífi fyrir mig.

Vigdís Heiðrún

Námskeiðin hjá Kristjáni heilara eru frábær. Hann hefur ótrúlega fallega og góða nærveru . Ég fékk mikið út úr þeim námskeiðum sem ég sótti. Þau eru lykillinn að lífinu og tilverunni. Kristján sýnir þér leiðina inn á við og leiðir þig áfram af einstakri nærgætni og þú opnast eins og blóm og heilunin þín hefst.

Þorsteinn Lýðsson