Kristjan Viðar Haraldsson

Brennan heilari og ráðgjafi Hafa samband!

 

Panta tíma:

Hleð inn ...

 

Hvað getur Brennan heilun og ráðgjöf gert fyrir þig?

Allir eiga skilið að þeim líði vel og þeir séu hamingjusamir. Það er mín reynsla að margir upplifi aukin lífsgæði og betra andlegt og líkamlegt ástand eftir að hafa komið í nokkra tíma í Brennan heilun og ráðgjöf. En þó svo að það virðist oftast vera niðurstaðan þá er ekki hægt að lofa slíku.

Ég hef BS gráðu í sálarfræði frá Háskóla Íslands. Með Diploma og BS gráðu frá Barbara Brennan School of Healing auk þess hef ég tekið mörg námskeið í þjálfun og unnið sem íþróttaþjálfari í nærri 30 ár.

Ég hef starfað og verið með stofu sem Brennan heilari og ráðgjafi í nærri 10 ár með ágætis árangri.

Fólk kemur til mín í Brennan heilun af margvíslegum ástæðum. Sumum finnst þeir vera stopp í lífinu og eru að leita eftir aðstoð við að þroska sjálfan sig og bæta. Aðrir koma vegna líkamlegra einkenna eða kvilla og enn aðrir koma vegna áfalla eða mála sem tengjast viðkvæmum tilfinningum.

Hér fyrir neðan er listi yfir hluta þeirra vandamála eða verkefna sem ég hef aðstoðað fólk að glíma við.

Kvíði, orkuleysi, mígreni, skurðaðgerðir, krabbamein, aukaverkanir við lyfjameðferðir, magavandamál, bakverkir, sjón, tannpína, meiðsli/slys, síþreyta, samskiptavandamál, sjálfstraust, athafnaleysi, krónískar sýkingar, depurð, áföll, skilnaðir, ójafnvægi, reiðiköst, einbeitingarleysi, vöðvabólga, dofi, fót og handkuldi, aukaverkanir við geislameðferðir og síðast en ekki síst skortur á lífsfyllingu.

Ef þú hefur líkamleg meiðsli eða sjúkdóm fer ég fram á það að þú sért líka undir handleiðslu læknis eða annars sérfræðings á viðkomandi sviði.

Allt sem fram fer í tímum er bundið algerum trúnaði.

„Þegar ég hitti Kristján Viðar í fyrsta skipti þá var ég að rísa upp úr andlegu áfalli og ofsakvíða, var komin vel af stað í bata en átti enn langt í land. Vinkona mín hafði mælt með honum og sagt að ég bara yrði að fara til hans. Ég gleymi seint fyrsta tímanum, ég steig nærri endurfædd út úr honum. Kristján hlustar án þess að dæma og gefur síðan nýja sýn. Hann kemur fram af virðingu og mildi.  Að fara á bekkinn hjá honum er eins og að skreppa til himnaríkis. Ég fór strax að styrkjast á sál og líkama. Varð alltaf sterkari og sterkari eftir hvern tíma. Í dag er ég sterkari en nokkru sinni fyrr. Ég hef ögrað sjálfri mér með því að takast á við ný verkefni sem mér hefði aldrei dottið í hug að ég ætti efitir að framkvæma. Ég hef náð betra sambandi við sjálfa mig og öðlast sátt við sjálfa mig og almættið. Ég mæli hiklaust með því að fara í heilun hjá Kristjáni.“

Þorbjörg Bjarnadóttir

Staðsetning

Námskeið framundan

FRÉTTABRÉF

Verslun

„Að fara til Kristjáns Viðars er eins og að eignast fjársjóðskort og góðan áttavita til að leita að eigin fjársjóði. Á áfangastað bíður síðan lykill og olíukanna ef skráin skyldi vera orðin ryðguð.“

Birna G. Konráðsdóttir

Nokkur heilræði

„Eftir erfiða tíma í mínu lífi leitaði ég mér aðstoðar hjá Kristjáni Viðari. Strax eftir fyrsta tíma fór ég að taka eftir jákvæðum breytingum. Nú hef ég mætt til hans í nokkur skipti og er greinilega mun orkumeiri og lífsvilji minn og bjartsýni hafa aukist mikið. Ég hef líka tekið eftir því að þyngsli fyrir brjósti eru mun minni.“

Sveinbjörn R. Auðunsson

Spakmæli

Elskaðu

Lifðu núna. Jafnvel þó það þýði að þú þurfir að taka áhættu. Betra er að lifa og verða særð/ur en að lifa ekki....