Vinur

Vinur

Góður vinur er sá sem elskar og virðir án þess að dæma.

read more
Það besta er eftir

Það besta er eftir

Það er alveg sama á hvaða aldrei þú ert. Hvert nýtt augnablik er tækifæri til þess að breyta lífi þínu og þeirra í kringum þig. Þú færð nýtt tækifæri á hverjum degi. Því er engin spurning að það besta er eftir ef það er það sem þú...

read more
Elskaðu

Elskaðu

Lifðu núna. Jafnvel þó það þýði að þú þurfir að taka áhættu. Betra er að lifa og verða særð/ur en að lifa ekki.  

read more

FRÉTTABRÉF

Verslun

Eftir erfiða tíma í mínu lífi leitaði ég mér aðstoðar hjá Kristjáni Viðari. Strax eftir fyrsta tíma fór ég að taka eftir jákvæðum breytingum. Nú hef ég mætt til hans í nokkur skipti og er greinilega mun orkumeiri og lífsvilji minn og bjartsýni hafa aukist mikið. Ég hef líka tekið eftir því að þyngsli fyrir brjósti eru mun minni.

 

Sveinbjörn R. Auðunsson

Ég fór til Kristjáns fyrst af því að ég heyrði vinkonu tala um hvað hann væri að hjálpa henni mikið.  Fór í raun til hans fyrir forvitnis sakir, til að athuga hvað hann gæti e.t.v. gert fyrir mig.  Með engar beinar væntingar og mikla forvitni að leiðarljósi þá hefur mér líkað svo vel að núna ári seinna er ég enn að mæta og vinna með sjálfa mig.  Kristján hefur hjálpað mér að fletta hverju laginu af öðru af og í ljós er að koma mun heilsteyptari manneskja sem skilur sjálfa sig betur.  Ég hlakka til hvers tíma, veit oft ekki hvað ég er að fara að ræða þegar ég kem í tímann en er samt aldrei uppiskroppa með umræðuefni!!!  Ég er í betra jafnvægi, á betri samskipti við fólk í kringum mig og er ánægð með að vera farin að finna á ný fyrir mismunandi tilfinningum en áður var ég orðin frekar dofin!  Kristján hefur hjálpað mér að skilja lífið betur og það er alltaf gott að leggjast á bekkinn og koma endurnærð út aftur.

Kolbrún Rakel Helgadóttir