Um mig

Ég er fæddur og uppalinn á Húsavík. Þegar ég var 17 ára og hélt til Reykjavíkur þar sem ég útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautarskólanum við Ármúla árið 1985. Nokkrum árum seinna fór ég svo í nám við Háskóla Íslands þar sem ég lauk námi með Bachelor gráðu í sálarfræði árið 1998. Loka ritgerð mín í HÍ fjallaði um árangurs og íþróttasálfræði.
Vorið 2004 fer ég að finna fyrir mikilli þreytu og dofa í höndum, fótum og andliti auk skjálfta í fingrum. Ég leitaði læknis en ekkert fannst að mér. Það fékk mig til þess að leita annarra leiða sem svo á endanum varð til þess að ég endaði í Barbara Brennan School of Healing í Flórída. Öll mín sjúkdómseinkenni hurfu fljótlega eftir að ég byrjaði í náminu sem að ég lauk með diploma og bachelor gráðu vorið 2008. Síðan hef ég unnið sem Brennan heilari og ráðgjafi í Reykjavík og víða um land.
Ég er giftur og á þrjú börn, stúlku sem er tuttugu þriggja og tvo drengi fjórtán og fimmtán ára. Ég er líka söngvari, lagahöfundur, umboðsmaður og talsmaður hljómsveitarinnar Greifanna. Með tónlistinni og náminu hef ég unnið hin ýmsu störf eins og sölumensku, unnið í útvarpi, við viðburðastjórnun, við garðyrkju, í byggingarvinnu, komið að bókaútgáfu en þó ber sérstaklega að nefna íþróttaþjálfun barna og unglinga á öllum aldri. Ég starfaði sem borðtennis kennari og þjálfari hjá Víkingi, KR og fleiri félög í mörg ár og auk þess verið þjálfari fyrir hin ýmsu landslið Íslands í borðtennis.
Ég hef brennandi áhuga á öllu sem snýr að mannlegum þroska, heilsu, samskiptum, heimspeki, umhverfismálum, þjálfun og mataræði. Þar sem ég er líka tónlistarmaður þá hef ég líka mikinn áhuga á áhrifum tónlistar á líkamlega og andlega líðan okkar og hef skoðað þau mál töluvert.
Meðal þeirra aðferða sem ég nota við heilun eru samtalstækni og handa yfirlagning og önnur orkuvinna í gegnum orkusvið líkamanns. Ég sjúkdómsgreini ekki fólk né fyrirskipa um meðferð. Nálgun mín til heilbrigðis er heildræn þar sem litið er á hvern einstakling sem flókið samspil hugar, sálar og líkama. Heilun minni er ætlað að styðja við og vera samstíga öðrum meðferðum Þar með talið hefðbundnum læknismeðferðum og sálrænum meðferðum.
Ég Kristján Viðar Haraldsson er heilari, kennari, tónlistarmaður,framkvæmdastjóri, þjálfari, vinur, sonur, eiginmaður og faðir.

Tónlistarmaðurinn

Ég er einn af stofnendum hljómsveitarinnar Greifanna og hef verið leiðandi í tónlistarsköpun sveitarinnar alla tíð. Greifarnir eru ennþá starfandi þó við séum alls ekki jafn virkir og áður. Ég sé um daglegan rekstur sveitarinnar í og hef reyndar gert mest alla tíð sveitarinnar. Í því felst að sjá um bókanir, auglýsingar, fjármál og fleira.

Síðastliðin ár hef ég verið að gera slökunar-tónlist í frístundum. Þar sem ég blanda saman Íslenskum náttúruhljóðum og frumsaminni tónlist. Ég hef notað þessa tónlist mína á stofunni hjá mér í vinnu með skjólstæðingum mínum með góðum árangri. Fljótlega geri ég ráð fyrir að þessi tónlist verði fáanleg hér á síðunni. hún er góð fyrir þá sem vilja stunda slökun, góð í Jóga tímum og á öðrum þeim stöðum þar sem þörf er á afslappandi stemmingu.

Íþróttaþjálfarinn

Ég var mikið í íþróttum er ég var yngri og geri svolítið af því enn. Ég æfði fótbolta, blak og borðtennis. Er ég var orðinn unglingur varð borðtennis fyrir valinu. Ég varð hreinlega heillaður af þessarri skemmtilegu íþrótt sem reynir bæði á snerpu, hraða, jafnvægi, einbeitingu og andlegan styrk. Spilaði með unglingalandsliði Íslands og síðar karla landsliðinu. ég byrjaði snemma að þjálfa og hef gert það meira og minna í nærri 30 ár. Ég hef þjálfað nokkur félagslið og stýrt öllum landsliðum Íslands á einhverjum tímapunkti. Í dag er ég yfirþjálfari KR og unglingalandsliðs þjálfari. Áhugi minn og þekking á íþróttasálfræði í bland við það sem ég lærði í Barbara Brennan School of Healing hefur hjálpað mér mjög mikið við að vinna með afreksfólki og þeim sem styttra eru komnir á öllum aldri. Ég fæ reglulega til mín íþróttamenn úr öðrum íþróttum sem vilja bæta árangur sinn. Ég aðstoða þá við markmiðs setningar, skipuleggja sig til þess að ná markmiðum sínum, að takast á við álag og kvíða í keppni, að bæta einbeitingu og fleira sem að gagni getur komið. Oft fær íþróttafólk hjá mér æfingar og verkefni til að gera heima sem gagnast vel.  Í einstaka tilfellum geri ég ljóðfæla til slökunar fyrir leikmenn.

Árum saman hef ég glímt við lélegt sjálfsmat, þunglyndi og stoðkerfisveikindi og hef nokkrum sinnum reynt að leita mér aðstoðar, en jafn harðan gefist upp, bæði vegna skilningsleysis meðferðaraðila og lítils sjálfstrausts. Kristján hefur hjálpað mér mikið við að skoða fortíðina upp á nýtt, hann er gæddur þolinmæði, skilningi og þessari miklu einlægni sem er svo nauðsynleg. Hann er næmur heilari og hver tími skilar mér áfram í áttina að betri skilningi á sjálfri mér og þar með betri líðan í alla staði. Ég hef einnig prófað fjarheilun hjá Kristjáni með undraverðum árangri. Traust er lykilatriði eigi heilunartíminn að skila árangri og Kristján er fyllilega traustsins verður.

María Jónsdóttir

FRÉTTABRÉF

Verslun